Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Opið hús fyrir nýnema

14.03.2012
Opið hús fyrir nýnema

Þriðjudaginn 13. mars var opið hús í skólanum fyrir foreldra barna sem hefja nám í 1. bekk næsta haust. Byrjað var á stuttri kynningu á starfi skólans í salnum en um kynninguna sáu nemendur í 5. og 6. bekk. Þeir sögðu frá skólanum sínum og sýndu myndir. Að kynningu lokinni gafst gestum tækifæri til að beina spurningum bæði til nemenda og starfsfólks skólans. Að því loknu var þeim sem vildu boðið í kynnisferð um skólann og tómstundaheimilið Regnbogann.
Mæting var góð á kynninguna en um 40 foreldrar mættu til leiks ásamt 30 börnum.

Við erum mjög stolt af nemendum okkar sem stóðu sig frábærlega. Nemendurnir sem sáu um kynninguna að þessu sinni voru þau: Elísabet (5. GP), Guðmundur (6. SJG), Ingimundur (5. ÓP), Ísabella (6. BÓ), Stefán (5. LK), Theodóra (6. ÖM).
Þess má geta að þeir sem ekki sáu sér fært að koma á kynninguna en hafa áhuga á að koma í heimsókn á skólatíma geta haft samband við skrifstofu skólans og bókað kynnisferð eftir samkomulagi s. 565-7033, eða sent tölvupóst á netfangið hskoli@hofsstadaskoli.is

Skoða myndir frá kynningarfundi

 

Til baka
English
Hafðu samband