Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólahald á morgun 7. mars

06.03.2013
Ágætu foreldrar,
meginreglan varðandi skólastarf í óveðri er að foreldrar taka ákvörðun um hvort þeir senda börn sín í skólann. Skólinn er alltaf opnaður að því gefnu að starfsmenn komist til vinnu. Það komust t.d. allir til vinnu í dag. Það gekk allt vel hjá okkur, nemendur biðu eftir því að verða sóttir og samstarfið við ykkur var til fyrirmyndar.

Veðurspáin á morgun er ekki alveg ljós en veður gæti orðið vont á morgun. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu þá fylgist almannavarnarnefnd með veðurspá og birtir fréttatilkynningar í fjölmiðlum þar að lútandi.

Ég bið ykkur því um að fylgjast með fréttatilkynningum og taka ákvörðun í samræmi við þær.
Meðfylgjandi er slóð á skjal slökkviliðsins um viðbrögð við óveðri.

Með samstarfskveðju
Margrét skólastjóri
Til baka
English
Hafðu samband