Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stöðvavinna í 2. RJ

22.03.2013
Stöðvavinna í 2. RJ

2. RJ hefur síðustu vikur unnið í stöðvavinnu þar sem nemendur fóru í allskonar verkefni í ritun og stærðfræði. Unnið var í litlum hópum og fóru nemendur á milli fimm stöðva í samvinnu við sérkennara skólans. Á stöðvunum var meðal annars stuðst við kennsluaðferðina Orð af orði. Unnið var með sögugerð þar sem nemendur lásu sögurnar sínar inn á Ipad, stærðfræði í tölvum, orðavinnu með leir, Alias spil og stafarugl. Eins og myndirnar sýna fengu nemendur að sýna afrakstur sögugerðarinnar á gagnvirkri töflu. 2.ÞÞ og 2.SÞ fara í sömu verkefni eftir páska.

Fleiri myndir eru á myndasíðu 2. RJ

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband