Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjör hjá 3. bekk

25.03.2013
Fjör hjá 3. bekk

Það var nóg um að vera hjá nemendum 3. bekkja rétt fyrir páska. Haldið var svokallað prjónakaffi en þá mættu pabbar, mömmur og ömmur og hjálpuðu krökkunum að prjóna. Síðar sama dag var spiluð félagsvist. Gunnhildur Þórðardóttir kennari og nemendur hennar voru búnir að æfa sig og tóku að sér að stjórna herlegheitunum. Þremur nemendum í 5. bekk: Hauki, Birtu og Kristínu var boðið að taka þátt og var mikill fengur í að fá þau í hópinn. Mikil stemmning var í spilamennskunni og skemmtu allir sér vel. Aðal vinningshafarnir fengu páskaleg verðlaun en svo voru að sjálfsögðu skammarverðlaun eins og vaninn er. Það verður áreiðanlega tekið í spilinn aftur fjótlega eftir páska.

Myndir frá prjónakaffinu og félagsvistinni eru komnar á myndasíðu 3. bekkja.

Gleðilega páska.  

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband