5. HK í heimsókn á Landnámssýninguna
5.H.K. tók strætisvagn og fór í heimsókn á Landnámssýninguna Reykjavík 871±2 sem staðsett er í miðbæ Reykjavíkur, Aðalstræti 16. Á sýningunni er fjallað um landnám í Reykjavík og byggt er á fornleifarannsóknum sem fram hafa farið í miðbænum. Miðpunktur sýningarinnar er skálarúst frá 10. öld, sem fannst þegar grafið var fyrir nýju húsi á horni Aðalstrætis og Túngötu. Búið var í skálanum frá því um 930 til 1000. Norðan við skálann fannst veggjarbútur sem er ennþá eldri, eða frá því um eða fyrir 871 og eru það elstu mannvistarleifar sem fundist hafa á Íslandi. Margmiðlunartækni er notuð til að útskýra byggingarlag húsa á víkingaöld. Einnig er hægt að skyggnast inn í skálann með hjálp tölvutækni og ímynda sér hvernig lífi heimilsfólksins var háttað.
Á sýningunni er reynt að gefa hugmynd um umhverfi Reykjavíkur eins og það var við landnám. Við nutum leiðsagnar Jóns safnvarðar og var hún bæði fróðleg og skemmtileg. Myndir úr heimsókninni eru komnar á myndasíðu 5.HK