Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samlagning bílnúmera

09.10.2014
Samlagning bílnúmeraÞað er afar hentugt að færa stærðfræðikennslu út. Hér eru nemendur í 2. bekk í útikennslu og þar sem þau eru byrjuð að læra að leggja saman þrjár tölur í Sprota 2a, var tilvalið að fara með þau út og leggja saman númerin á bílnúmeraplötum. Nemendur vinna tveir og tveir saman og leggja saman númerin á hverri bílnúmeraplötu. Nóg er af bílum á bílastæðum í kringum skólann og er því nægt úrval. Þess er þó gætt að þau séu á öruggum stöðum við þessa iðju, þ.e þar sem ekki er ekið. Nemendum fannst þetta almennt mjög skemmtilegt og kepptust um að leggja saman sem flest númer. Margir náðu að leggja saman yfir tuttugu dæmi í þessum tíma.
Til baka
English
Hafðu samband