Hofsstaðaskólaleikar (HS-leikar)
Hofsstaðaskólaleikar (HS-leikar) verða haldnir miðvikudaginn 29. og fimmtudaginn 30. október. Þá er hefðbundið skólastarf leyst upp. Markmið leikanna er að nemendur skólans vinni saman að fjölbreyttum verkefnum, að allir fái að njóta sín með einhverjum hætti og efla kynni við aðra í skólanum í leiðinni.
Nemendum er skipt upp í 34 hópa sem í eru 13-14 nemendur og elstu nemendurnir eru fyrirliðar. Hópurinn vinnur saman að því að leysa fjölbreytt verkefni sem reyna á ýmsa færniþætti.
Annan daginn vinna nemendur í íþróttahúsinu og hinn daginn í skólanum, samtals á 34 stöðvum. Báða dagana lýkur skóladegi kl. 13:30 hjá öllum nemendum. Tómstundaheimilið Regnboginn hefst strax að loknum skóladegi fyrir þá sem þar eru skráðir.
Nemendur þurfa ekki að hafa með sér skólatösku í skólann, aðeins poka/tösku með nesti. Hafið í huga að nemendur borða ekki nesti í sinni heimastofu þannig að gott er að hafa með sér brúsa/glas til að drekka úr. Matur verður fyrir þá sem eru í áskrift en hinir hafa með sér hádegisnesti, það þarf að vera þannig útbúið að ekki þurfi að hita það á grilli eða í örbylgjuofni.
Kveðja,
starfsfólk Hofsstaðaskóla