Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gert-Félag fagkvenna heimsækir 3. bekk

12.02.2020
Gert-Félag fagkvenna heimsækir 3. bekk

Nemendur í 3. bekk fengu heimsókn frá konum í Félagi fagkvenna í tengslum við Gert verkefnið.  Í félaginu eru konur með sveinspróf, eru á námssamningi eða í námi í iðngreinum. Til okkar komu húsasmiðir, rafvirki og vélstjóri og kynntu þær nokkur iðnstörf fyrir nemendum og sýndu þeim kynjahallann í þeim störfum. Nemendum fannst áhugavert að sjá hversu fáar konur starfa í þessum iðngreinum og vissu ekki hvers vegna það er en markmið Félags fagkvenna er einmitt að kynna iðnstörf fyrir nemendum og hvetja þá, ekki síst stúlkur til að sækja nám og störf í iðnaði. Þegar kynningunni var lokið fengu nemendur að spreyta sig á ýmsum verkfærum sem þær komu með og var gaman að sjá hversu áhugasamir nemendur voru að prófa.

Hér má lesa nánar um GERT verkefnið 

Sjá myndir frá heimsókninni á myndasíðu 3. bekkja


Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband