Lampahönnun í 6. bekk
Aðalverkefnin nemenda í smíði í 6. bekk er að hanna og búa til lampa. Byrjað er á að skissa upp fjórar til fimm hugmyndir að lampa og hugsa hvernig efni hægt er að nota. Þannig að áður en hafist er handa liggur fyrir hugmynd að nokkrum lömpum. Ramminn um hönnunina er að allir fá 20 ljósa seríu og geta valið á milli nokkurra lita eftir því hvað er til hverju sinni og svo endurvinna nemendur ýmislegt dót og verðlaust efni úr efnisveitu í smíðastofunni t.d. pappa, plast, efni og ýmislegt dót. Dæmi eru um að nemendur komi með eitthvað að heiman sem nýtist þeim við lampagerðina. Margvíslegar útfærslur koma fram og engar tvær eins. Nemendur fara afar stoltir heim með lampana sína í skólalok. Undanfarin 15 ár hafa allir lamparnir farið í lampakeppni. Lömpunum hefur verið stillt upp í í miðrými skólans á vordögum og hefur fyrirtækið Marel styrkt keppnina myndarlega og gefið verðlaunin.