Skólastarf frá 18.11. til 1.12. 2020
Frá og með morgundeginum 18. nóvember verður skóladagurinn óskertur og samkvæmt stundaskrá. Það getum við gert þar sem nemendur okkar í 1. til 7. bekk eru nú undanþegnir grímuskyldu, íþróttir eru leyfðar og frímínútur eru án takmarkana.
Hádegisverður nemenda verður þannig að sumir árgangar borða í matsalnum og aðrir í frístundaheimilinu Regnboganum.
Nánari upplýsingar verða sendar, vonandi á morgun og áfram eftir því sem fram vindur.
Minnum á að allir þurfa að vera klæddir til útiveru og nota endurskinsmerki í skammdeginu.
Frístundabíllinn ekur samkvæmt áætlun frá 18.11. Sjá nánar um hann á vefsíðu Garðabæjar.
Leið 1: Bíll fer eina ferð fram og til baka frá Mýrinni til Sjálandsskóla með viðkomu í Tónlistarskóla, Klifinu og Ásgarði á hverjum 30 mínútum. Fyrsta ferð dagsins er frá Mýrinni kl. 14:15 og síðasta ferð frá Mýrinni er kl. 16:45.
Leið 2: Bíllinn á leið 2 hefur akstur við Sjálandsskóla kl. 14:15 kemur við í Ásgarði (Flata- og Garðaskóli) og Mýrinni (Hofsstaðaskóli) eftir þörfum áskrifenda og keyrir tvær ferðir á dag. Þessi bíll fer með börn í Urriðaholt eftir skóla og sækir börn í Urriðaholtsskóla til að fara með í tómstundir.
Með samstarfskveðju og góðum óskum.
Stjórnendur