UNICEF hreyfing
01.06.2022
UNICEF hreyfingin stendur fyrir fræðslu og fjáröflunarviðburði sem byggir á hollri hreyfingu og útivist fyrir grunnskólanemendur. Nemendur í 4. – 7. bekk fengu fræðslu um réttindi og ólíkar aðstæður barna í öðrum löndum. Nemendur söfnuðu áheitum fyrir hreyfinguna sem fór fram þriðjudaginn 31. maí. Um 350 nemendur tóku þátt með því að hlaupa, skokka eða ganga göngustíginn meðfram Arnarneslæknum og fengu að launum einn límmiða í heimspassa sinn fyrir hverja 500 metra. Eitt er víst að margir kílómetrar voru hlaupnir, sumir fóru marga hringi og aðrir færri en allir tóku þátt og fengu góða hreyfingu í svölu vorloftinu. Heimspassarnir fóru svo heim með nemendum og þeir sem söfnuðu áheitum settu áheitin í umslag og skiluðu svo til ritara skólans. Hægt er að kynna sér hér nánar um hvað UNICEF hreyfingin stendur fyrir. Fleiri myndir frá UNICEF hreyfingunni eru komnar á myndasíðu skólans.