Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kennsla fellur niður 31.10. og 1.11. 2024

29.10.2024

Fimmtudaginn 31. október fara fram nemendastýrð foreldrasamtöl þar sem nemendur mæta með foreldrum sínum til umsjónarkennara. Kennsla fellur niður en frístundaheimilið Regnboginn er opinn fyrir þau börn sem þar eru skráð. 

Föstudaginn 1. nóvember fellur kennsla líka niður og frístundaheimilið er lokað. Þá er skipulagsdagur í leik- og grunnskólum Garðabæjar.

Starfsmenn skóla funda, sinna undirbúningi kennslu og koma saman í Urriðaholtsskóla eftir hádegi á Menntadegi í Garðabæ. Menntadagur hefst á fræðsluerindi og síðan eru málstofur og kynningar á verkefnum sem unnin hafa verið með styrkjum úr Þróunarsjóði leik- og grunnskóla. Er það von okkar að fjölskyldur geti átt langa og góða helgi saman. 

Með samstarfskveðju
Hafdís Bára, skólastjóri

Til baka
English
Hafðu samband