Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Forvarnarvika leik- og grunnskóla í Garðabæ 4. – 8. 11.2024

31.10.2024
Forvarnarvika leik- og grunnskóla í Garðabæ 4. – 8. 11.2024

Í tilefni af forvarnarvikunni verða haldnir HS leikar í Hofsstaðaskóla 7. og 8. nóvember. Á HS leikum blandast nemendur í hópa þvert á milli árganga, kynnast og vinna saman að margvíslegum verkefnum sem reyna á mismunandi styrkleika nemenda og samvinnu. Eldri nemendur eru fyrirliðar og æfa leiðtogahæfni. Á meðal verkefna sem nemendur fást við eru verkefni sem tengjast Samskiptasáttmála Garðabæjar beint. Kynning á samskiptasáttmálanum fyrir nemendur stendur yfir og nemendur í 7. bekk kynntu hann fyrir foreldrum sínum í nemendastýrðu foreldrasamtölunum 31. október. Í kjölfar HS leik er uppskeruhátíð og verður mynduð vináttukeðja kringum skólann þar sem hóparnir raða sér saman og faðma skólann sinn.

Samfélagslöggan heimsækir 6. bekkinga 5. nóvember og fjallar um starf lögreglunnar, ofbeldi og vopnaburð. Þau hittu 7. bekkinga í lok september.Ýmsir viðburðir tengdir forvörnum hafa verið á dagskrá í skólanum að undanförnu.  Fræðslufundur Andreu og Kára fyrir nemendur í 6. bekk um sjálfsmynd, samskipti, skýr mörk og samfélagsmiðla undir yfirskriftinni Fokk me fokk you. Fyrirtækið Sjálfsagi fjallaði um sjálfsaga, svefn, næringu, hreyfingu, samkennd og virðingu með nemendum í 7. bekk. 4. bekkingar fengu fræðslu frá Netumferðarskólanum og ræddi  um samskipti og samfélagsmiðla. Umsjónarkennarar vinna jákvæðan skólabrag og nýta í þá vinnu m.a. með samskiptasáttmálann, verkfærakistu KVAN og verkefni tengd Uppeldi til ábyrgðar.

Foreldrafélagið bauð foreldrum upp á fyrirlesturinn: „Listin að vera leiðinlegt foreldri“ Í honum fjallaði Ársæll Már prófessor við HÍ um nauðsyn þess að foreldrar setji börnum sínum skýr mörk og standi saman sem hópur.

Til baka
English
Hafðu samband