03.12.2008
Hægri umferð
Mánudaginn 1. desember var tekin upp hægri umferð í Hofsstaðaskóla. Ákveðið var að taka hægri umferðina upp með eftirminnilegum hætti og fara í skrúðgöngu um skólann.
Nánar03.12.2008
Rétta leiðin
Miðvikudaginn 3. deseber skelltu nemendur í 6. bekk sér í bæjarferð til að sjá leikritið Rétta leiðin sem sýnt er í Iðnó. Bryndís Rós og Anna Lísa í 6. LK voru meðal leikenda og stóðu þær sig með mikilli prýði.
Nánar02.12.2008
Stefnumörkun og sjálfsmat
Tímabilið 27. nóvember til 11. desember fara fram kannanir á vegum sjálfsmatshóps skólans. Kannanirnar eru rafrænar og eru sendar nemendum, foreldrum og starfsfólki skólans í tölvupósti.
Nánar02.12.2008
Kjör í skólaráð
Helga Þöll Guðjónsdóttir í 6. LK og Óskar þór Þorsteinsson í 6. ÓP voru kjörnir fulltrúar nemenda í skólaráði, en skólaráð var stofnað í skólanum 17. nóvember sl.
Nánar28.11.2008
Ánægja með grunnskólana
Í nýrri könnun sem Capacent Gallup vann fyrir Garðabæ sl. sumar kom fram að Garðbæingar eru ánægðari með sitt sveitafélag en íbúar annarra sveitafélaga sem Capacent hefur spurt.
Nánar26.11.2008
Heilsugæslan 25 ára
Heilsugæslan í Garðabæ fagnar 25 ára afmæli sínu 25. nóvember. Í tilefni að því var þess óskað að nemendur í leik- og grunnskólum teiknuðu myndir og/eða skrifuðu sögur um samskipti sín við Heilsugæsluna.
Nánar26.11.2008
Uppskeruhátíð fjölgreindaleika
Á þemadögum Hofsstaðaskóla þann 19. og 20. nóvember síðastliðinn voru haldnir s.k. fjölgreindaleikar. Fyrir leikana var krökkunum skipt niður í hópa þvert á skólann þannig að í hópnum voru krakkar frá 1. og upp í 7. bekk. Elstu nemendur skólans voru...
Nánar21.11.2008
Heimurinn inn í kennslustofuna
Svokallaðar skjátöflur eða gagnvirkar töflur hafa verið að ryðja sér til rúms í íslenskum skólum á undanförnum misserum. Hofsstaðaskóli er þar engin undantekning því skólinn hefur fjárfest í þremur slíkum töflum á undanförnum árum.
Nánar20.11.2008
Góðir gestir
Starfsfólk úr Varmalandsskóla í Borgarfirði kom í heimsókn til okkar mánudaginn 10. nóvember. Þau komu til að kynna sér skólastarfið hjá okkur. Hópurinn byrjaði í tölvustofunni þar sem Margrét Harðardóttir fór yfir stefnu skólans og skipulag,
Nánar19.11.2008
Litabók að gjöf
Nemendur í 2. bekk fengu góða gesti í heimsókn þriðjudaginn 18. nóvember en það voru konur úr Lionsklúbbnum Eik í Garðabæ. Þær sögðu krökkunum frá starfi sínu og gáfu þeim litabók sem þær gefa sjálfar út.
Nánar19.11.2008
Fjölgreindarleikar
Mikið líf og fjör var í Hofsstaðaskóla þegar loksins kom að þemadögum. Að þessu sinni var unnið með fjölgreindir Howards Gardner á s.k. fjölgreindarleikum. Nemendum var skipt í 10-12 manna hópa. Í hópnum voru nemendur á öllum aldri og voru skipaðir...
Nánar- Fyrri síða
- 1
- ...
- 24
- 25
- 26
- ...
- 33