Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

04.03.2014

1. dagur gekk vel í skólabúðunum

1. dagur gekk vel í skólabúðunum
Ferðin í skólabúðirnar gekk vel. Allir eru hressir og kátir og dagskráin er hafin af fullum krafti. Nemendur byrjuðu á því að koma sér fyrir og fá sér smá hressingu áður en dagskráin hófst. Að sjálfsögðu fengu svo allir rjómabollur í kaffitímanum og...
Nánar
03.03.2014

7. bekkur í skólabúðum

7. bekkur í skólabúðum
Það var eftirvæntingarfullur hópur nemenda í 7. bekk skólans ásamt starfsfólki sem lagði af stað í skólabúðirnar á Reykjum í Hrútafirði snemma í morgun. Hópurinn mun dvelja þar við leik og störf út vikuna. Heimkoma er áætluð um miðjan dag á...
Nánar
27.02.2014

Öskudagur í Hofsstaðaskóla

Öskudagur í Hofsstaðaskóla
Á öskudag miðvikudaginn 5. mars ætlum við í Hofsstaðaskóla að eiga skemmtilega stund saman í skólanum, starfsfólk og nemendur. Skólastarf hefst kl. 8:30 og lýkur kl. 12:15 að loknum hádegismat sem að þessu sinni er pitsa. Eins og aðra daga hafa...
Nánar
25.02.2014

Vikurnar framundan

Vikurnar framundan
Við bjóðum nemendur velkomna í skólann eftir vetarfrí og vonum að allir hafi haft það gott í fríinu. Framundan eru sjö skemmtilegar vikur fram að páskum. Í næstu viku er bolludagur, sprengidagur og öskudagur, en þá gerum við okkur dagamun, mætum í...
Nánar
14.02.2014

Dansað fyrir betri heimi

Dansað fyrir betri heimi
Nemendur og starfsmenn í Hofsstaðaskóla tóku í morgun þátt í viðburði á vegum samtakanna UN WOMEN á Íslandi sem kallaður er „dansað fyrir réttlæti“ . Vel á þriðja þúsund manns dönsuðu í Hörpu á hádegi, en þar sem við áttum ekki heimangengt þá...
Nánar
12.02.2014

Glæsilegir lesarar í Hofsstaðaskóla

Glæsilegir lesarar í Hofsstaðaskóla
Skólahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram á sal skólans við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 12. febrúar s.l. Þar kepptu ellefu nemendur í 7. bekk um að taka þátt fyrir hönd Hofsstaðaskóla í Héraðshátíð sem verður haldin miðvikudaginn 26. mars...
Nánar
12.02.2014

Trúarbragðafræðsla í 4. bekk

Trúarbragðafræðsla í 4. bekk
Krakkarnir í 4.bekkjum skólans fengu skemmtilega heimsókn í bekkina sína mánudaginn 10. febrúar. Þá kom AFS skiptinemi frá Thailandi til okkar sem dvelur á Íslandi í vetur og heitir Karin. Karin er 17 ára og er í MH. Þar sem hann er búddatrúar og...
Nánar
12.02.2014

Hreyfimyndagerð

Hreyfimyndagerð
Í vetur hafa nemendur í 5. bekk verið á námskeiði í hreyfimyndagerð. Kennt er í 10-13 manna hópum í lotum og skipta nemendur um námsgrein 5-6 sinnum á vetri. Nemendur fá því 5-6 tíma til að læra undirstöðuatriðin í hreyfimyndagerðinni. Þeir byrja á...
Nánar
11.02.2014

Lestrarátak í 5. bekk

Lestrarátak í 5. bekk
Nemendur í 5. bekk hafa lokið 3 vikna lestrarátaki. Nemendur í 5.GP lásu hátt í 13-15.000 mínútur þessar þrjár vikur. Það var glatt á hjalla í bekknum eftir lestrarátakið enda fengu margir nemendur viðurkenningu og langflestir bættu sig á...
Nánar
10.02.2014

Hringekja í stærðfræði

Hringekja í stærðfræði
Undanfarið hafa nemendur í 2. bekk unnið verkefni í hringekju í stærðfræði. Þá er nemendum skipt í litla hópa þvert á bekki og fara hóparnir á milli stöðva þar sem fjölbreytt og skemmtileg stærðfræðiverkefni eru unnin. Eins og sjá má á meðfylgjandi...
Nánar
07.02.2014

100 daga hátíð

100 daga hátíð
Miðvikudaginn 29. janúar höfðu nemendur í 1. bekk Hofsstaðaskóla verið 100 daga í skólanum og af því tilefni var haldin svokölluð 100 daga hátíð. Það var ýmislegt skemmtilegt gert til hátíðabrigða og börnin mættu í náttfötum.
Nánar
03.02.2014

4.GÞ á Ásmundarsafn

4.GÞ á Ásmundarsafn
Miðvikudaginn 29.janúar fór 4.GÞ í heimsókn á Ásmundarsafnið í Laugardal. Þar var einstaklega vel tekið á móti bekknum. Börnin fengu heilmikla fræðslu um listamanninn, hvenær hann var uppi svo og áhuga hans á að verða listamaður sem þótti nú sérstakt...
Nánar
English
Hafðu samband