Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

29.04.2015

Hreyfimyndagerð í ensku

Hreyfimyndagerð í ensku
Nemendur 6. AMH hópnum í ensku bekk spreyttu sig á Stop motion hreyfimyndagerð fyrir páska. Verkefni nemendanna var að velja sér lag og búa til myndskeið þar sem þeir túlkuðu/myndskreyttu kafla úr viðlaginu eða textanum. Unnið var í 2ja til þriggja...
Nánar
28.04.2015

Tónleikar í Hörpu

Tónleikar í Hörpu
Nemendur í 1. og 2. bekk fóru á skemmtilega tónleika í Hörpu í síðustu viku. Þar hlýddu þeir á ljúfa og fallega sögu af Dimmalimm og Svanavatninu í boði Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Tónleikunum lauk svo á samsöng allra gesta á „Kvæðinu um fuglana“...
Nánar
21.04.2015

Neonljósabingó

Neonljósabingó
Þriðjudaginn 28. apríl 2015 kl. 18-20 mun foreldrafélag Hofsstaðaskóla standa fyrir hinu árlega Neonljósabingói. Bingóið verður í sal Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Bingóstjóri er enginn annar en Felix Bergsson-fjölmiðlamaður með meiru. Húsið opnar kl...
Nánar
20.04.2015

Sundmót grunnskólanna

Sundmót grunnskólanna
Vegna óviðráðanlegra orsaka tökum við í Hofsstaðaskóla ekki þátt í sundmóti grunnskólanna sem fram fer á morgun þriðjudaginn 21. apríl.
Nánar
19.04.2015

Vor í lofti og hreinsun á skólalóð

Vor í lofti og hreinsun á skólalóð
Um leið og snjóa leysti nýttu vinabekkirnir 1.GÞ og 5.ÖM tækifærið til að fara út á skólalóð og taka til hendinni. Nemendur fengu afhenta gúmmíhanska og fóru svo saman út á skólalóð Hofsstaðaskóla og tíndu heilmikið rusl sem safnast hafði saman yfir...
Nánar
16.04.2015

Skíðaferð 5. -7. bekkja

Skíðaferð 5. -7. bekkja
Fimmtudaginn 16. apríl var farið með nemendur í 5. -7. bekkjum í langþráða skíðaferð í Bláfjöll. Skíðaferðin gekk vel og slysalaust fyrir sig en færið var frekar blautt og þoka í lofti. Andinn var engu að síður góður í brekkunum og skálanum. Ekki var...
Nánar
16.04.2015

Fjallferð verður farin

Fjallaferðin verður farin í dag. Í Bláfjöllum er þokusúld en fínasta veður. Allir þurfa þó að klæða sig mjög vel. Hlökkum til þess að eiga góðan dag til fjalla með nemendum.
Nánar
15.04.2015

Ærslast og buslað í sundlauginni

Ærslast og buslað í sundlauginni
Það var líf og fjör í síðasta kennslutíma hjá 1. bekk í sundi. Þá var dótadagur og skemmtu börnin sér konunglega. Mikið ærslast og buslað í Mýrinni í þeim tíma.
Nánar
11.04.2015

Vorboðar í heimsókn

Vorboðar í heimsókn
Föstudaginn 10. apríl fengum við marga góða gesti í heimsókn. Þeirra á meðal voru fulltrúar frá Kiwanis klúbbnum sem komu færandi hendi. Líkt og fyrri ár færðu þeir 1. bekkingum í Hofsstaðaskóla reiðhjólahjálma að gjöf. Mikil eftirvænting ríkti hjá...
Nánar
10.04.2015

Viðbygging komin vel á veg

Viðbygging komin vel á veg
Viðbygging við Hofsstaðaskóla er komin vel á veg. Um er að ræða 1100 fm byggingu á tveimur hæðum. Á neðri hæð verða list- og verkgreinastofur og skrifstofur og önnur aðstaða starfsmanna á efri hæð. Skólinn var á sínum tíma byggður fyrir 300 nemendur...
Nánar
09.04.2015

Fræðslufyrirlestur fyrir foreldra um kvíða barna og unglinga 14. apríl kl. 20:00

Fræðslufyrirlestur fyrir foreldra um kvíða barna og unglinga 14. apríl kl. 20:00
Fræðslukvöld á vegum Grunnstoða fyrir foreldra í Garðabæ 14. apríl kl. 20.00 í Sjálandsskóla. Kvíði barna og unglinga – hvað geta foreldrar gert? Berglind Brynjólfsdóttir, sérfræðingur í klínískri barnasálfræði og starfandi sálfræðingur á...
Nánar
07.04.2015

Skóladagatal 2015-2016

Skóladagatal 2015-2016
Nú er komið út skóladagatal Hofsstaðaskóla fyrir næsta vetur, skólaárið 2015-2016. Skóladagatalið má nálgast hér og einnig beint af forsíðu vefsins.
Nánar
English
Hafðu samband