06.09.2013
Höldum skólalóðinni hreinni
Fimmtudaginn 5. september fóru nemendur í 3. ÓHG með kennaranum sínum að týna rusl á skólalóðinni í kringum skólann. Bekkurinn stóð sig vel eins og sést á meðfylgjandi myndum.
Nánar04.09.2013
Foreldrafélagið gefur 9 Ipad tæki
Hofsstaðaskóla barst höfðingleg gjöf í vikunni. Gjöfin, sem er 9 iPad tæki, er frá foreldrafélagi skólans og erum við afar þakklát fyrir hana. IPad tækin munu nýtast mjög vel í skólastarfinu sem námstæki. Þau gefa okkur möguleika á að þróa betur...
Nánar04.09.2013
Hreyfimyndagerð í 5. bekk
Nemendur í 5. bekk munu í vetur sækja námskeið í hreyfimyndagerð. Námskeiðið verður kennt í hringekju og mun hver hópur fá 6 skipti eða samtals 9 kennslustundir til að kynnast hreyfimyndagerðinni og prófa sig áfram. Nemendur byrja á því að kynnast og...
Nánar03.09.2013
Vetrarstarfið hjá Kórnum
Kór Hofsstaðaskóla er að hefja vetrarstarfið. Kórinn er fyrir stráka og stelpur í 4.-7. bekk. Í kórnum verða sungin fjölbreytt lög, sígild og popplög og keðjusöngvar. Kórinn kemur fram við ýmis tækifæri. Fastir liðir eru að sungið verður í jólastund...
Nánar30.08.2013
Haustfundir
Haustfundir með foreldrum/forráðamönnum nemenda verða haldnir dagana 5.–12. september 2013. Fundirnir hefjast kl. 8.30 og standa til 9.30. Fundur með foreldrum í 1. bekk verður síðdegis miðvikudaginn 11. september. Nemendur mæta í skólann skv...
Nánar30.08.2013
Gegn einelti
Hofsstaðaskóli tekur þátt í verkefninu ,,Gegn einelti í Garðabæ”, sem er samstarfsverkefni grunnskóla bæjarins. Markmið verkefnisins er að koma á samræmdum vinnubrögðum til að fyrirbyggja og bregðast við einelti, bæta líðan og öryggi nemenda og...
Nánar28.08.2013
Verðlaun í teiknisamkeppni
Norræn frímerkjasýning var haldin í Garðabæ 7.-9. júní sl. Nemendum í 5. og 8. bekk í grunnskólum Garðabæjar var boðið að taka þátt í teiknimyndasamkeppni þar sem þemað var íþróttir.
Þrír nemendur í 5. bekkjum skólanna fengu verðlaun sem var örk af...
Nánar16.08.2013
Innkaupalistar
Nú styttist í skólabyrjun. Innkaupalistarnir eru komnir á vef skólans og má nálgast þá undir Hagnýtt og innkaupalistar 2013-2014. Við minnum foreldra á að skoða hvað er til í töskunum síðan í fyrra.
Nánar06.08.2013
Skólasetning haustið 2013
Skóli hefst föstudaginn 23. ágúst með skólasetningu í bekkjarstofum. Kennsla hefst mánudaginn 26. ágúst samkvæmt stundaskrá. Skóladagatal er að finna neðst á síðunni. Innkauplistar verða birtir á vefnum mánudaginn 19. ágúst.
Nánar24.06.2013
Sumarleyfi skrifstofu Hofsstaðaskóla
Skrifstofa Hofsstaðaskóla er lokuð frá 24. júní og opnar aftur þriðjudaginn 6. ágúst n.k. Erindi má senda á netfang skólans: hskoli@hofsstadaskoli.is
Nánar20.06.2013
Skólaslit 7. bekkinga
Fimmtudaginn 6. júní fóru fram skólaslit 7. bekkinga við hátíðlega athöfn á sal. Nemendur í 7. bekk fluttu tónlistaratriði í upphafi samkomunnar og síðan flutti skólastjóri ávarp. Árlega veitir Kiwanisklúbburinn Setberg í Garðabæ verðlaun fyrir...
Nánar19.06.2013
Úrslit í nýsköpunarkeppni skólans í 5. bekk og lampasamkeppni í 6. bekk
Á skólaslitum í Hofsstaðaskóla eru veitt verðlaun í Nýsköpunarkeppni skólans í 5. bekk og Lampasamkeppni í 6. bekk. Báðar þessar keppnir eru undir stjórn Sædísar Arndal smíðakennara en Marel gefur glæsileg verðlaun, myndavélar. Auk þess fá nemendur...
Nánar- Fyrri síða
- 1
- ...
- 21
- 22
- 23
- ...
- 80