18.01.2013
Kennsluáætlun í íþróttum fyrir vorönn
Nú er komin út á vefinn kennsluáætlun í íþróttum fyrir vorönnina. Hana er að finna hér á vefsíðu fyrir íþróttakennsluna. Á vefsíðunni má lesa um reglur og tilmæli í tengslum við kennsluna. Endilega kynnið ykkur þetta vel.
Nánar08.01.2013
Námsmat í janúar
Í janúarmánuði er haustönnin gerð upp og námsmat tekið saman. Í flestum árgöngum eru lögð fyrir próf og eru þau misumfangsmikil. Í 5. til 7. bekk eru sérstakir prófdagar 15. og 16. janúar.
Nánar07.01.2013
Lestrarátak í 2. - 4. bekk
Í þessari viku hefst fjögurra vikna lestrarátak, ætlað nemendum í 2. – 4. bekk sem ekki hafa náð nægilega góðu rennsli í lestri og er markmiðið átaksins að auka færni þeirra.
Nánar04.01.2013
Rithöfundur les upp
Í desember sl. kom Þorgrímur Þráinsson í heimsókn og las upp úr nýju bókinni sinni Krakkinn sem hvarf. fyrir nemendur í 5. og 6. bekk.
Nánar02.01.2013
Gleðilegt nýtt ár
Starfsfólk Hofsstaðaskóla óskar ykkur gleðilegs nýs árs og þakkar ánægjulegt og gefandi samstarf á liðnu ári. Megi árið 2013 verða gæfuríkt og færa okkur margar ánægjustundir með nemendum, foreldrum og öðrum samstarfsaðilum skólans.
Nánar20.12.2012
Gleðilega hátíð
Starfsfólk Hofsstaðaskóla óskar nemendum, fjölskyldum þeirra og öllum velunnurum skólans gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári og þakkar fyrir góðar stundir á liðnum árum.
Nánar19.12.2012
Leiklistarnámskeið í Hofsstaðaskóla
Nemendum í 4.-7. bekk í Hofsstaðaskóla stóð til boða að sækja leiklistarnámskeið í tómstundastarfi í Hofsstaðaskóla á haustönn. 10 nemendur sóttu námskeiðið sem lauk með sýningu á sal föstudaginn 14. nóvember.
Nánar19.12.2012
Rauður dagur í skólanum
Mánudagurinn 17. desember var rauður dagur í Hofsstaðaskóla. Sú hefð hefur skapast að hafa rauðan dag daginn sem nemendur og starfsmenn borða jólamat í mötuneytinu
Nánar14.12.2012
Forritunarkennsla í 5. bekk
Nemendur í 5. bekk fá kennslu í forritun skólaárið 2012-2013. Kennsla fer fram í lotum í hringekju.
Nánar13.12.2012
1. BS heimsækir Hæðarból
Það voru fagnaðarfundir þegar nemendur í 1. B.S fóru í heimsókn á leikskólann Hæðarból nú fyrir jólin. Þar voru sungin jólalög og síðan léku börnin sér bæði inni og úti. Fjölmargir nemendur í bekknum könnuðust vel við sig á gamla leikskólanum sínum...
Nánar13.12.2012
Jóladagatal vísindanna
Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands hefur opnað nýtt jóladagatal, jóladagatal vísindanna sem ætlað er að glæða áhuga yngri kynslóðarinnar á undrum raunvísinda og verkfræði.
Nánar12.12.2012
Jólastund í Vídalínskirkju
Jólastund Hofsstaðaskóla var haldin síðastliðinn sunnudag í Vídalínskirkju. Þar létu hæfileikaríkir nemendur 5. bekkjar ljós sitt skína. Leikið var á hljóðfæri, lesnar sögur af Regnbogatré og skólakórinn söng.
Nánar- Fyrri síða
- 1
- ...
- 29
- 30
- 31
- ...
- 82