23.03.2015
2. bekkur á Hvalasafninu
Á dögunum fór 2. bekkur í heimsókn á Hvalasafnið. Á safninu eru til sýnis líkön af tuttugu og þremur hvölum í fullri stærð sem allir hafa fundist við strendur Íslands. Heimsóknin var afar vel heppnuð og voru nemendur til fyrirmyndar.
Nánar22.03.2015
Pláneturnar
Síðustu vikur hafa nemendur í 3. IS verið að læra um pláneturnar. Nemendum var skipt í hópa og unnu hóparnir ýmis skemmtileg verkefni um sólkerfið okkar. Byrjað var á að skipta krökkunum í tveggja til þriggja manna hópa og átti hver hópur að velja...
Nánar20.03.2015
Sérstakur skóladagur
Í dag fóru allir nemendur og starfsmenn skólans út og fylgdust með sólmyrkvanum. Að sjálfsögðu voru allir með sérstök gleraugu enda eru þau nauðsynleg til þess að geta fylgst með því sem átti sér stað. Mikið hefur verið fjallað um sólmyrkvann í...
Nánar19.03.2015
Fyrsta sæti í Stóru upplestrarkeppninni
Guðrún Margrét í Bjarnadóttir í 7. HBS Hofsstaðaskóla varð í fyrsta sæti á héraðshátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fram fór miðvikudaginn 18. mars. Tólf nemendur kepptu, tveir úr hverjum grunnskóla í Garðabæ ásamt nemendum úr Grunnskólanum á...
Nánar16.03.2015
Nemendur 3. bekkja á Hvalasafnið
Nemendur í 3. bekk fóru í heimsókn á hvalasýninguna. Sýningin er sú stærsta í Evrópu og einstaklega glæsileg í alla staði. Tekið var vel á móti nemendum af starfsfólki og allir voru áhugasamir og til fyrirmyndar.
Nánar12.03.2015
Nemendur skammta sér sjálfir í matsal
Krakkarnir í námskeiðinu Sögur og fréttir töluðu við Margréti skólastjóra og Rúnar húsvörð. Þau vildu vita hvernig gengi núna þegar nemendur skammta sér sjálfir mat. Margrét segir að núna fari minni matur í ruslið og engir aðrir skólar í Garðabæ eru...
Nánar12.03.2015
Kynningarfundur fyrir foreldra nýnema
Miðvikudaginn 11. mars var opið hús fyrir foreldra barna sem hefja nám í 1. bekk skólaárið 2015-2016. Nemendur í 6. bekk kynntu skólann sinn í máli og myndum og svöruðu spurningum. Að lokinni kynningu gafst gestum tækifæri til að ganga um skólann og...
Nánar10.03.2015
Tröllatíðindi
Alexander, Benedikt, Guðjón Fannar og Gunnar Breki eru ungir athafnamenn í 4. bekk sem komu að máli við skólastjóra því þá langaði að gefa út blað í skólanum. Þeir voru með ýmsar hugmyndir um innihald, útlit,verkskiptingu og fleira en þurftu stuðning...
Nánar08.03.2015
Kynningarfundur fyrir foreldra væntanlegra 1. bekkinga
Kynningarfundur fyrir foreldra væntanlegra nemenda í 1. bekk haustið 2015 verður haldinn í skólanum miðvikudaginn 11. mars nk. kl. 17.30-18.30.
Nemendur kynna skólann sinn í máli og myndum og að henni lokinni verður gestum boðið að skoða skólann...
Nánar06.03.2015
Sinfóníuhljómsveit Íslands heimsækir Hofsstaðaskóla
Föstudaginn 6. mars fékk Hofsstaðaskóli ánægjulega heimsókn, þegar 30 manna hópur hljóðfæraleikara úr Sinfóníuhljómsveit Íslands kom í skólann með létta og skemmtilega dagskrá, þar sem fjölbreytt tónlist var kynnt og leikin fyrir nemendur, í 5. og 6...
Nánar27.02.2015
Nemendur skammta sér sjálfir í matsal
Fimmtudaginn 26. febrúar, skömmtuðu nemendur sér sjálfir í matsal. Skömmtunin gekk mjög vel en það var plokkfiskur í matinn. Einnig sóttu nemendur sér sjálfir rúgbrauð og ávexti/grænmeti í salatbarinn. Lífrænn úrgangur var í sögulegu lágmarki en aðal...
Nánar25.02.2015
Skólinn er opinn í dag, það er ákvörðun ykkar foreldrar hvort þið sendið börnin í skólann.
Skólinn er opinn í dag, það er ákvörðun ykkar foreldrar hvort þið sendið börnin í skólann.
Eins og sjá má þegar litið er út um gluggann er vonskuveðrið sem spáð var skollið á. Samkvæmt veðurspám fer veður versnandi þegar líða tekur á daginn og færð...
Nánar- Fyrri síða
- 1
- ...
- 25
- 26
- 27
- ...
- 103