01.01.2017
Gleðilegt nýtt ár 2017
Starfsfólk Hofsstaðaskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs nýs árs og hlakkar til gefandi samstarfs á árinu 2017. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 3. janúar.
Nánar31.12.2016
Hreyfing á nýju ári
Nú þyrstir alla í að fara að hreyfa sig að jólafríi loknu því eins og flestir eru sammála um þá þroska íþróttir manninn bæði andlega og líkamlega. Nálgast má áætlun fyrir vorönnina og reglur í skólaíþróttum á vefnum hjá okkur undir Námið og íþróttir...
Nánar20.12.2016
Jólaleyfi
Skrifstofa Hofsstaðaskóla er lokuð frá og með 21. desember og opnar aftur kl. 12:00 mánudaginn 2. janúar 2017.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 3. janúar.
Óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári...
Nánar20.12.2016
Fjölbreytt atriði á jólaskemmtunum
Í dag var síðasti dagur í skólanum fyrir jól. Þá voru haldnar jólaskemmtanir í yngri og eldri deild skólans. Nemendur úr 4.bekk sýndu helgileik og nemendur í 7. bekk sáu um skemmtiatriðin. Buðu þeir upp á glæsilegan jólasirkus með fjölbreyttum og...
Nánar19.12.2016
Jólaskemmtanir
7. bekkur: mánudaginn 19. desember kl. 18.00-19.30.
Þriðjudaginn 20. desember sjá nemendur í 7. bekk um skemmtiatriði fyrir 1. - 6. bekk og eiga þeir að mæta í bekkjarstofur kl. 9.45 og eru búnir kl. 12.00
1. - 6. bekkur: þriðjudaginn 20. desember...
Nánar16.12.2016
Sigga og skessan
Nemendur í 1. – 3. bekk fengu góða heimsókn, Stoppleikhópurinn kom og sýndi jólaleikrit um Siggu og skessuna. Leikritið byggir á sögum Herdísar Egilsdóttur um þær vinkonur og þeim jólaævintýrum sem þær lenda í
Nánar14.12.2016
Jólalestrarbingó Heimilis og skóla
Mikilvægt er að viðhalda lestrarfærni barna allt árið um kring, ekki síst þegar þegar þau eru í fríi frá skólanum. Til þess að gera heimalesturinn aðeins meira spennandi hafa Heimili og skóli útbúið lestrarbingó fyrir jóla-, páska- og sumarfrí...
Nánar14.12.2016
Síðasti kennsludagur fyrir jól
Mánudaginn 19. desember er kennt samkvæmt stundaskrá en nemendur gera sér glaðan dag með umsjónarkennurum og halda svo kölluð stofujól. Margir koma með sparinesti sem er sætabrauð og safar, gos og sælgæti er ekki leyfilegt.
Nánar14.12.2016
Rauður dagur 15. desember
Fimmtudaginn 15. desember er rauður dagur í skólanum. Þá mæta allir í rauðum fötum eða með eitthvað rautt!
Í hádeginu borða nemendur og starfsmenn saman hangikjöt í matsalnum. Fyrir þá sem ekki vilja hangikjöt er boðið upp á kjúklingabaunabuff með...
Nánar09.12.2016
Lesum meira keppnin
Lesum meira er samstarfsverkefni skólasafnskennara og umsjónarkennara í 7. bekk. Frá því í október hafa krakkarnir í 7. bekk verið að lesa bækur af ákveðnum lista (10 bækur) og svo fóru þau í könnun úr bókunum. Fjórir stigahæstu nemendur úr hverjum...
Nánar09.12.2016
Þín eigin hrollvekja
Ævar Þór Benediktsson rithöfundur og vísindamaður heimsótti Hofsstaðaskóla og las fyrir nemendur í 3. – 7. bekk úr nýjustu bók sinni Þín eigin hrollvekja. Ævari var mjög vel tekið enda einstaklega skemmtilegur upplesari sem náði að hrífa nemendur með...
Nánar09.12.2016
Gaman í eðlisvísindum
Í eðlisvísindum vinna nemendur margskonar tilraunir. Í einum tíma hjá 2. bekk gekk tilraunin út á að lyfta ísmola en nemendur fengu gróft garn, salt og ísmola til að leysa hana. Áhugi og einbeiting nemenda leyndi sér ekki og öllum tókst að leysa...
Nánar- Fyrri síða
- 1
- ...
- 37
- 38
- 39
- ...
- 132