14.09.2009
Samræmd próf
Samræmt próf í 4. og 7. bekk eru fimmtudaginn 17. september í íslensku og föstudaginn 18. september í stærðfræði.
Nánar11.09.2009
Skólabyrjun
Skólastarfið hefur farið mjög vel af stað. Krakkarnir í 1. bekk hafa unnið ýmiskonar verkefni fyrstu vikurnar í skólanum. Þau hafa svo dæmi sé tekið málað fjöll og tröll, farið í tölvustofuna, tekið þátt í Norræna skólahlaupinu, lært og leirað stafi...
Nánar10.09.2009
Í íþróttasalinn
Í næstu viku færast íþróttatímarnir hjá 2. - 7. bekk inn í íþróttahúsið. Nemendur þurfa því að muna eftir íþróttafatnaði. Nemendur í 4. - 7. bekk mega koma í íþróttaskóm en yngri nemendurnir eru annað hvort berfættir í stopp/stjörnusokkum eða...
Nánar09.09.2009
Norræna skólahlaupið
Norræna skólahlaupið fer fram miðvikudaginn 9. september kl. 9.09. Þetta er í 25. skiptið sem Íslendingar taka þátt. Með Norræna skólahlaupinu er leitast við að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og aðrar íþróttir reglulega og stuðla þannig að...
Nánar07.09.2009
Göngum í skólann
Miðvikudaginn 9. september hefst alþjóðlega verkefnið Göngum í skólann. Um er að ræða verkefni sem skólar í allt að 40 löndum taka þátt í. Eins og síðustu tvö ár hefur Hofsstaðaskóli skráð sig til leiks.
Nánar02.09.2009
Viðbragðsáætlun
Viðbragðsáætlun Almannavarna fyrir Hofsstaðaskóla liggur nú fyrir í 1. útgáfu. Reiknað er með að áætlunin verði uppfærð árlega. Viðbragðsáætlunin segir fyrir um skipulag og stjórn aðgerða í Hofsstaðaskóla í Garðabæ í samræmi við áætlun
Nánar27.08.2009
Frábær árangur
Þrír nemendur úr Hofsstaðaskóla eru komnir í úrslit í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda 2009. Í ár bárust alls 2700 umsóknir frá 60 grunnskólum. Hofsstaðaskóli er einn af 23 skólum sem eiga fulltrúa í úrslitum keppninnar.
Nánar26.08.2009
Útileikfimi
Nemendur í 2. -7. bekk verða úti í íþróttatímum vikurnar 31. ágúst til 11. september. Nemendur verða að muna að koma klæddir eftir veðri.
Nánar25.08.2009
Fyrsti skóladagurinn
Mikil spenna og eftirvænting fylgir yfirleitt fyrsta skóladeginum. Krakkarnir í 1. bekk mættu fullir tilhlökkunar og tilbúnir að takast á við nýtt umhverfi og ný verkefni.
Nánar23.08.2009
Skólasetning
Skólasetning mánudaginn 24. ágúst
Kl. 9:00 6. og 7. bekkur
Kl. 10.00 4. og 5. bekkur
Kl. 11:00 2. og 3. bekkur
Foreldrar eru velkomnir með börnum sínum á skólasetningu.
Nánar14.08.2009
Opið hús fyrir nýja nemendur
Miðvikudaginn 19. ágúst klukkan 17:30 til 18:30, verður opið hús í Hofsstaðaskóla fyrir nýja nemendur og forráðamenn þeirra. Stjórnendur skólans og námsráðgjafi kynna skólann fyrir nemendum.
Nánar14.08.2009
Skólamatur
Garðabær og Sælkeraveislur ehf. undirrituðu samning um rekstur mötuneytanna í grunnskólum bæjarins 16. júlí sl.
Á vef fyrirtækisins www.heittogkalt.is er hægt að sjá upplýsingar
Nánar- Fyrri síða
- 1
- ...
- 132
- 133
- 134
- ...
- 149