20.02.2009
Örugg netnotkun
Mánudaginn 2. mars býður foreldrafélag Hofsstaðaskóla foreldrum og/ eða forráðamönnum barna í skólanum að koma og hlusta á erindi um örugga netnotkun barna og unglinga. Það er Heimili og skóli og SAFT í samvinnu við Símann sem standa að...
Nánar19.02.2009
Öskudagur
Á öskudag 25. febrúar 2009 ætlum við að eiga skemmtilega stund saman í skólanum, starfsfólk og nemendur. Skólastarf hefst kl. 8:30 og lýkur kl. 12:15 að loknum hádegismat og telst því skertur skóladagur.
Nánar13.02.2009
Vetrarfrí
Vikuna 16.-20. febrúar n.k. er vetrarleyfi í grunnskólum Garðabæjar. Þessa viku fellur öll kennsla niður í Hofsstaðaskóla. Kennsla hefst að nýju mánudaginn 23. febrúar.
Nánar13.02.2009
Þorrablót
Árlegt þorrablót 6. bekkinga var haldið fimmtudaginn 12. febrúar. Þá buðu nemendur foreldrum sínum til glæsilegrar þorraveislu. Undirbúningur fyrir veisluna stóð yfir í rétt rúma viku. Mikið var lagt í vegleg og flott skemmtiatriði, fallega...
Nánar09.02.2009
Börn hjálpa börnum
Dagana 5. – 12. febrúar munu nemendur í 4. bekk taka þátt í verkefninu Börn hjálpa börnum sem er á vegum ABC barnahjálpar. Verkefnið felst í því að nemendur ganga í hús í nágrenni Hofsstaðaskóla og safna peningum í sérstaka söfnunarbauka.
Nánar09.02.2009
Málþing um rafrænt einelti
Í tilefni að alþjóðlega netöryggisdeginum 10. febrúar stendur SAFT fyrir málþingi um rafrænt einelti í Skriðu, Háskóla Íslands, við Stakkahlíð, kl. 14.30 – 16.15.
Nánar06.02.2009
Undirbúningur fyrir þorrablót
Nú stendur yfir undirbúningur 6. bekkinga fyrir væntanlegt þorrablót sem verður fimmtudaginn 12. febrúar n.k. Mikil spenna og eftirvænting ríkir í hópnum. Nemendur bjóða foreldrum sínum til glæsilegrar veislu
Nánar06.02.2009
100 daga hátíð
Miðvikudaginn 4. febrúar náðu krakkarnir í
1. bekk merkum áfanga. Þau voru búin að vera alls 100 daga í skólanum. Í tilefni af því var haldin hátíð. Gengið var um skólann í halarófu með hatt sem krakkarnir bjuggu til og hálsmen.
Nánar04.02.2009
Úttekt á sjálfsmatsaðferðum
Hofsstaðaskóli var á haustmisseri 2008 meðal 39 grunnskóla á landinu þar sem fram fór úttekt á sjálfsmatsaðferðum. Í 11 af þeim 39 skólum sem voru í úttektinni voru viðmið ráðuneytisins um sjálfsmatsaðferðir og um framkvæmd sjálfsmats uppfyllt af...
Nánar02.02.2009
Tómstundaheimili-vetrarfrí
Vekjum athygli á því að það eru síðstu forvöð til að skrá nemendur til dvalar í tómstundaheimilinu í vetrarfríinu dagana 16. - 19. febrúar 2009.
Nánar02.02.2009
Sláðu á þráðinn
Fyrsta vika febrúarmánaðar ár hvert er helguð tannvernd. Áhersla er lögð á mikilvægi góðrar tannheilsu og í ár er sérstök áhersla á tannþráðinn og daglega notkun hans.
Nánar28.01.2009
Dansað í íþróttum
Danskennslan er hafin af fullum krafti í íþróttatímum allra nemenda skólans. Lög er áhersla á að nemendur kynnist hefðbundum samkvæmisdönsum og dansi með frjálsri aðferð.
Nánar- Fyrri síða
- 1
- ...
- 137
- 138
- 139
- ...
- 149