Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Aðventumessa

08.12.2009
AðventumessaNemendur Hofsstaðaskóla sáu um dagskrá í Vídalínskirkju sunnudaginn 6. desember - annan sunnudag í aðventu. Nokkrir nemendur léku á hljóðfæri undir stjórn Jóhanns Björns Ævarssonar tónlistarkennara í Tónlistarskóla Garðabæjar, en aðrir lásu ljóð og jólasögur eftir nemendur skólans. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur stjórnaði athöfninni. Fjölmennt var í kirkjunni en þessi árlegi viðburður í starfsemi skólans er orðinn að hefð, enda einkar hátíðlegur. Börnin stóðu sig með mikilli prýði og voru sjálfum sér og skólanum til sóma.
Til baka
English
Hafðu samband