Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sveitaferð hjá 3. bekk

15.05.2012
Sveitaferð hjá 3. bekk

Í síðustu viku fóru 3. bekkingar í sveitaferð að Bjarteyjarsandi í Hvalfirði. Þar fengu nemendur tækifæri til að kynnast húsdýrunum sem þeir hafa verið að læra um síðustu vikur. Á bænum voru meðal annars kindur, hestar, hundar, kettir, kanínur og hænsni. Einn af hápunktum ferðarinnar var þegar nemendur sáu ær bera og fengu að gefa lömbunum nöfn. Ferðin endaði í fjörunni en þar var ýmislegt að finna eins og skeljar, steina, fugla- og fiskabein. Myndirnar segja meira en mörg orð um þessa skemmtilegu ferð.

Skoða myndir

Til baka
English
Hafðu samband