Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Viðbrögð við óveðrinu

16.12.2014

Vegna óveðurs sem nú geisar á höfuðborgarsvæðinu hefur verklag um röskun á skólastarfi verið virkjað varðandi skólalok. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að tryggja að börn þeirra verði sótt í skólann að skóladegi loknum þannig að þau séu ekki ein á ferðinni í óveðrinu. Ekki er óskað eftir því að börnin séu sótt fyrr en skóladegi þeirra lýkur!
Tryggt verður að þau yfirgefi ekki skólann nema í fylgd með fullorðnum. Ef einhver hefur ekki tök á að sækja barnið sitt þá endilega hafið samband við okkur - það verða engin börn send ein út í óveðrið. Þau sem fara í íþróttir og sund fá fylgd á milli húsa.
Þegar þetta er ritað hefur ekki tekist að afla upplýsinga um það hvort allar íþróttaæfingar falli niður. Bent er á vef Stjörnunnar en þar eiga að birtast upplýsingar jafnóðum og ákvarðanir hafa verið teknar.
Nánari upplýsingar um viðbrögð við óveðri er að finna á vef skólans, www.hofsstadaskoli.is, www.gardabaer.is og á www.shs.is.

Til baka
English
Hafðu samband