Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skáld í skólum

26.10.2015
Skáld í skólum

Arndís Þórarinsdóttir og Gunnar Helgason komu í skólann mánudaginn 26. október og hittu nemendur í 5. bekkjum á sal. Heimsóknin var í tengslum við verkefnið Skáld í skólum en það hóf göngu sína haustið 2006. Á þessu hausti er boðið upp á tvær mismunandi dagskrár sem tengjast Halldóri Laxness í tilefni af því að nú eru liðin 60 ár frá því að hann hlaut Bókmenntaverðlaun Nóbels. Að auki er boðið upp á 3 hefðbundnari dagskrár fyrir mismunandi skólastig.

Ákveðið var að bjóða 5. bekk skólans upp á dagskrána Lífið er lífshættulegt með þeim Arndísi og Gunnari. Þau töluðu um af hverju þeim finnast barnabækur vera miklu meira spennandi en allar aðrar bækur og háskann sem býr í hverri blaðsíðu jafnvel hversdagslegustu ævintýra og veltu fyrir sér hver galdurinn væri í góðri sögu sem fengi hjartað til að slá hraðar. 

Gunnar og Arndís fjölluðu í dagskránni um eigin bækur og annara, lásu kafla úr verkum sínum og veittu innsýn í starf rithöfundar.

Sjá fleiri myndir

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband