Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stuttmyndir nemenda sýndar á Riff hátíðinni

03.10.2016
Stuttmyndir nemenda sýndar á Riff hátíðinni

Á listadögum síðastliðið vor tóku nokkrir nemendur úr 6. bekk Hofsstaðaskóla þátt í stuttmyndanámskeiði á vegum Riff og Garðabæjar. Á námskeiðinu sem haldið var í Garðaskóla komu einnig nemendur úr 6. bekk Flataskóla og nemendur úr 9. bekkjum Álftanesskóla, Sjálandsskóla og Garðaskóla. Börkur Gunnarsson leikstjóri sá um kennsluna ásamt Söndru Guðrúnu Guðmundsdóttur klippara. Farið var yfir gerð handrita, tökur og klippingu. Nemendur unnu svo í hópum hver í sínum skóla að gerð eigin stuttmyndar. Riff sýndi myndir hópanna í Norræna húsinu sunnudaginn 2. október og var nemendum og fjölskyldum þeirra boðið á sýninguna. Í lok sýningar afhenti Sigríður Hulda Jónsdóttir formaður skólanefndar nemendum viðurkenningar fyrir þátttöku á námskeiðinu.

Á myndasíðu skólans má sjá fleiri myndir af hópnum

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband