Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Orðagull og íslensk tunga

16.11.2016
Orðagull og íslensk tunga

Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Í framhaldi af því hefur menntamála- og menningarmálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það.

Smáforritið Orðagull, málörvunarapp fyrir spjaldtölvur, kemur út í dag í tilefni af degi íslenskrar tungu. Forritið er hannað fyrir elstu börn leikskóla og yngstu börn í grunnskóla. Þess má geta að smáforritið byggir á sama grunni og samnefnd bók sem kom út árið 2010. Höfundar efnisins eru Ásthildur Bj. Snorradóttir og Bjartey Gunnarsdóttir. Fyrirtækið Rosamosi sá um framleiðsluna. 

Þessi viðburður er aðeins einn fárra í tilefni dagsins. Forseti Íslands mun opna vefsíðuna málið.is í Hörpu og boðið verður upp á upplestur verðlaunahafa í Stóru upplestrarkeppninni. Frekari upplýsingar um viðburði má finna á vefsíðu menntamálaráðuneytisins.

Í Hofsstaðaskóla verður sérstök dagskrá á sal skólans n.k. föstudag sem tileinkuð er degi íslenskrar tungu. Þá munu nemendur í 3. bekkjum sjá um dagskrána hjá yngri deild en nemendur í 5. bekk um dagskrána hjá eldri deild.

 

Til baka
English
Hafðu samband