Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Rauður dagur og Litlu jólin

13.12.2020
Rauður dagur og Litlu jólin

Síðasta vika þessa óhefðbundna skólaárs er framundan. Kennarar leggja sig fram um að halda góðri stemmingu þar sem skóladagurinn er brotinn upp með jólalegum verkefnum og föndri.
Fimmtudagurinn 17. desember er s.k. rauður dagur og þá mæta allir í einhverju rauðu, með eitthvað rautt eða í jólapeysu. Skólamatur verður með hátíðarmatseðil, kalkúnabringu og Oump Wellington.
Litlu jólin verða föstudaginn 18. desember. Þá mæta allir nemendur kl. 10.00 í bekkjarstofur þar sem verður dagskrá til kl. 11.15. Vegna fjöldatakmarkana verður því miður ekki hægt að hafa hefðbundna jólaskemmtun og jólaball. Skóladagurinn er skertur dagur skv. skóladagatali og því er hann ekki lengri. Umsjónarkennarar senda foreldrum, forráðamönnum nánari upplýsingar um fyrirkomulag dagskrár.  

Frístundaheimilið Regnboginn verður opið frá kl. 11.00. Vegna skipulags biðjum við foreldra, forráðamenn um að láta vita ef þeir ætla ekki að þiggja vistun þar þennan dag. Skráningu fyrir jólaleyfið er lokið.

Jólaleyfi nemenda og starfsmanna hefst mánudaginn 21. desember og hefst kennsla aftur mánudaginn 4. janúar á nýju ári 2021.

Til baka
English
Hafðu samband