Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

3. bekkur -Risaeðlur

25.02.2008
3. bekkur -Risaeðlur

Nemendur í 3. og 4. bekk hafa undanfarnar vikur verið að vinna að verkefni um risaeðlur.
Föstudaginn 22. febrúar var haldin sýning fyrir foreldra og aðstandendur þar sem afrakstur vinnunnar var sýndur. Nemendur hafa skapað risaeðluveröld á ganginum í skólanum og þar má sjá allar tegundir eðla, gróður og umhverfi eins og það var á risaeðlutímanum. Einnig er þar af finna ýmsan fróðleik um risaeðlur og risaeðlutímabilið.Voru allir gestir sammála um að vel hefði tekist til og stoltið skein úr hverju andliti þegar gengið var um ganga og afrakstur mikillar vinnu sýndur foreldrum og öðrum aðstandendum.

Til baka
English
Hafðu samband