Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Snorri 7. Ó.P. í úrslit

29.05.2008
Snorri 7. Ó.P. í úrslit

Nemendur í 6.-7.bekk tóku í vetur þátt í Skólaþríþraut FRÍ og Iceland Express.
Alls skiluðu 47 Grunnskólar inn skráningu í Skólaþríþrautinni að þessu sinni, sem er aukning um 7 skóla frá sl. ári.
16 efstu í hvorum árgangi, beggja kynja, fengu boð um að taka þátt í lokakeppninni, sem fram fer í Laugardalshöllinni laugardaginn 31. maí nk. kl. 13:00.
Í lokamótinu verður keppt í sömu greinum og í forkeppninni :  Kúluvarpi, hástökki og 400m hlaupi.  Verðlaun fyrir sigur í lokamótinu er keppnisferð á Gautaborgarleikana, sem fram fara 27.-29. júní nk. í boði FRÍ og Iceland Express. Efstu keppendur í hvorum árgangi þ.e. tvær stelpur og tveir strákar fara ásamt fararstjóra frá FRÍ til Gautaborgar.
 
Snorri Gunnarsson nemandi í 7.ÓP náði þeim frábæra árangri að komast í úrslit hjá drengjum í 7.bekk.
Við hvetjum alla að koma á laugardaginn í Laugardagshöllina og hvetja Snorra áfram.

Til baka
English
Hafðu samband