Skólaslit
Skólanum var slitið við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 5. júní. Nemendur, foreldrar og starfsfólk skólans kom saman á sal skólans þar sem stjórnendur og starfsfólk kvaddi þá sérstaklega áður en þeir héldu til stofu ásamt umsjónarkennara þar sem þeim var afhentur vitnisburður sinn.
Skólaslit 3. og 4. bekkja
Á skólaslitum 3. og 4. bekkjar fluttu félagar úr blásarasveit Tónlistarskólans nokkur lög. Afhentar voru viðurkenningar til nokkurra nemenda sem þóttu hafa staðið sig vel á skólaárinu. Að þessu sinni voru það: Lahiro í 3. B.S., Davíð Einar Ingólfsson og Elísa Kristjánsdóttir úr 3. R.S.
Skólaslit 5. og 6. bekkja
Á skólaslitum 5. og 6. bekkjar fluttu félagar úr blásarasveit Tónlistarskólans nokkur lög undir dyggri stjórn Jóhanns Björns Ævarssonar. Kristbjörg Ágústsdóttir fráfarandi formaður foreldrafélagsins tók til máls og afhenti skólanum veglega bókagjöf en tækjasjóðsnefnd foreldrafélagsins stóð fyrir söfnun þar sem leitað var til foreldra og fyrirtækja í Garðabæ eftir framlögum. Alls námu framlög foreldra um 136.000 kr. og framlög fyrirtækja 195.000.- kr. Þar af var gjöf Marel að upphæð 100.000 .- kr. Hún var afhent með þeim skilyrðum að henni yrði ráðstafað í bækur eða efni tengt raungreinum, tækni eða nýsköpun. Heildargjöf til skólans nam því um 353.000.- kr.
Skólinn vill þakka foreldrafélaginu og öllum þeim sem lögðu söfnuninni lið bestu þakkir fyrir framlagið.
Margrét Harðardóttir flutti ávarp og færði Kristbjörgu Ágústsdóttur fráfarandi formanni foreldrafélagsins og Svövu Garðarsdóttur fráfarandi formanni foreldraráðs þakkir og blóm.
Í tilefni af 30 ára afmæli skólans færðu nemendur í 5. og 6. bekk Hönnunarsafni Íslands s.k. Vinastól að gjöf. Stólinn er búinn til úr nemendastólum og mdf afgöngum. Afgangarnir eru afsag af verkefnum nemenda við skólann. Þar sem Hofsstaðaskóli flaggar grænfána er við hæfi að nýta afganga sem annars hefðu farið í ruslið. Guðjón Viðarsson, Hrannar Ingi Benediksson og Kári Þór Arnarsson 5. G.P. myndskreyttu stólinn á skemmtilegan hátt.
Þóranna Gunný Gunnarsdóttir flutti ljóð sitt Grá tóm íbúð sem hún sendi í ljóðasamkeppni barna og unglinga Ljóð unga fólksins.
Ljóð hennar var valið til birtingar í ljóðabók sem kemur út í sumar.
Þá fór fram verðlaunaafhending fyrir nýsköpunarkeppni í 5. bekk og lampakeppni í 6. bekk vali í smíði undir stjórn Sædísar Arndal. Marel gaf verðlaunin.
Nýsköpun 5. bekkur
1. sæti Dagur Snær Stefánsson 5. H.K.
2. sæti Sara Ósk Þorsteinsdóttir 5. G.P.
3. sæti Helga Þöll Guðjónsdóttir 5. Ó.H.G.
Lampakeppni 6. bekkur:
1. sæti Marín Elvarsdóttir 6. B.J.
2. sæti Jóhann Hinrik Jónsson 6. B.V.
3. sæti Sólveig Erla Sigurðardóttir 6. A.M.H.
Hönnuður Hofsstaðaskóla:
Unnur Andrea Ásgeirsdóttir 6. A.M.H.
Veitt var viðurkenning fyrir góða hugmynd í tengslum við geymslu á hlaupahjólum. Tinna Reynisdóttir átti tvær góðar hugmyndir sem hún hlaut viðurkenningu fyrir. |
Að lokum söng skólakór Hofsstaðaskóla undir stjórn Unnar Þorgeirsdóttur.
Skólaslit 7. bekkja
Margrét Harðardóttir skólastjóri ávarpaði samkomuna og þakkaði nemendum fyrir hönd starfsfólks samveruna öll þau ár sem þau hafa sótt skólann. Kiwanisklúbburinn Setberg veitti verðlaun fyrir bestan samanlagðan árangur í íslensku. Eftirfarandi nemendur hlutu viðurkenningu:
- Andri Fannar Pétursson 7. L.K.
- Unnur Lára Hjálmarsdóttir 7. Ó.P.
- Andrea Gunnarsdóttir, Ólíver Óskarsson og Rakel Björk Björnsdóttir 7. M.G.
Hofsstaðaskóli veitir verðlaun fyrir bestan samanlagðan námsárangur og almennar umsagnir. Eftirfarandi nemendur hlutu viðurkenningu:
- Andri Fannar Pétursson 7. L.K.
- Unnur Lára Hjálmarsdóttir 7. Ó.P.
- Rakel Björk Björnsdóttir 7. M.G.
Eyrún Ósk Stefánsdóttir í 7. Ó.P. fékk viðurkenningu fyrir eljusemi og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Veitt voru verðlaun í lampasamkeppni í 7. bekk val í smíði. Marel gaf verðlaunin.
Lampakeppni 7. bekkur
1. sæti Kristín Bu 7. Ó.P.
2. sæti Kristín Björg Jörundsdóttir 7. L.K.
3. sæti Kristján Geir Gunnarsson 7. Ó.P.
Hönnuður Hofsstaðaskóla: Elías Beck Sigþórsson 7. Ó.P.
Agnes Alda, Andrea Björnsdóttir, Rakel Björk Björnsdóttir og Sigurbjörg Selma fluttu kveðju frá nemendum í 7. bekkja 2007-2008.
Pétur Már og Gunnar afhentu, fyrir hönd nemenda í 7. bekk, Hofsstaðaskóla, lágmynd a,f leiðarljósi skólans en nemendur hafa unnið að myndinni s.l. þrjú skólaár.
Að lokum söng kór Hofsstaðaskóla undir stjórn Unnar Þorgeirsdóttur Garðabæjarlagið og lagið Sumarfrí.
Sjá fleiri myndir frá skólaslitunum.