Skólastarfið fer vel af stað
25.08.2008
Skólastarfið fer vel af stað eftir sumarleyfi. Mikil gleði ríkti þegar börnin hittu félaga sína og kennara á ný. Nýir nemendur bættust einnig í hópinn og fögnum við þeim sérstaklega og bjóðum velkomna. Um allan skólann hljóma glaðværar raddir barnanna. Um 60 nemendur í 1. bekk mættu í skólann í fyrsta sinn, fullir tilhlökkunar og eftirvæntingar fyrir komandi skólaár. Það er stór dagur fyrir alla að hefja skólagöngu í grunnskóla.
Nemendur í 1. bekk tóku vel á móti Margréti skólastjóra þegar hún heimsótti þá í skólastofurnar í morgun og ég gat hún ekki betur séð en allir væru glaðir og ánægðir og tilbúnir til að takast á við skólastarfið.
Við smelltum nokkrum myndum af krökkunum þennan fyrsta dag. Þið getið skoða myndirnar hér