Sjö nemendur í úrslit
Sjö nemendur í Hofsstaðaskóla eru komnir í
52 manna úrslit af 3600 sem tóku þátt í nýsköpunarkeppni grunnaskólanna. Þetta eru þau: Kristín Bu, Lilja Rún og Rakel Björk sem luku 7. bekk s.l. vor og Andrea Urður 7. E.P., Elísabet Ágústsdóttir 5. Ö.M., Hanna María Ásgeirsdóttir 5. Ö.M. og Dagur Snær Stefánsson 6. Ó.P.
Krakkarnir fara nú um helgina í vinnusmiðju á vegum keppninnar og munu þar útfæra sína hugmyndir og hitta aðra efnilega unga uppfinningamenn ásamt því að fara í óvissuferðir og snæða málsverð í boði Landsbjargar.
Úrslit keppninnar munu síðan verða kynnt þann 28. September.
Uppfinningar krakkanna eru fjölbreyttar og skemmtilegar. Elísabet og Hanna María eru saman með uppfinninguna sína „hlaupahjóla lásfesting“. Andrea Urður er með „Allt of nálægt mælir“, Dagur Snær er með „Öryggis trampólín“, Kristín Bu er með „hlaupahjóla lásafesting“ og Rakel Björk er með „blysvörn.“.
Við erum að sjálfsögðu afar stolt af okkar nemendum og væntum mikils af þeim í framtíðinni. Til hamingju krakkar.
Elísabet og Hanna María með kennaranum sínum í nýsköpun Sædísi Arndal