Skólamjólkurdagurinn
Níundi alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn verður haldinn hátíðlegur víða um heim þann 24. september næstkomandi. Það er stofnun Sameinuðu þjóðanna sem hvetur til hátíðarhalda á þessum degi og á Íslandi er haldið upp á hann undir kjörorðunum „Holl mjólk og heilbrigðir krakkar“.
Með deginum vill Markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins vekja athygli barna, foreldra og starfsfólks skólanna á mikilvægi mjólkur í daglegu fæði barnanna.
Í tilefni dagsins verður þeim grunnskólum sem óska eftir því að taka þátt í deginum boðið upp á mjólk á skólamjólkurdaginn. Allir nemendur Hofsstaðaskóla fá mjólk með matnum í hádeginu þennan dag.
Eins og undanfarin ár verður, í tengslum við skólamjólkurdaginn hleypt af stokkunum teiknisamkeppni sem öllum nemendum 4. bekkjar er boðið að taka þátt í. Skilafrestur í teiknisamkeppninni er til 20. desember 2008. Veitt verða verðlaun fyrir 10 bestu myndirnar, 25.000 kr. sem renna í bekkjarsjóð viðkomandi. Auk þess verða vinningstillögur notaðar til að myndskreyta á veggspjöld og annað kynningarefni vegna Skólamjólkurdaginsins 2009.