Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Foreldraviðtöl

21.10.2008

Kennsla fellur niður föstudaginn 24. október vegna skipulagsdags kennara og mánudaginn 27. október vegna foreldraviðtala.
Foreldrar og nemendur hafa verið boðaðir í viðtal til umsjónarkennara. Sérgreinakennarar, sérkennarar, stjórnendur og námsráðgjafi verða einnig til viðtals.

Hvetjum foreldra til að líta við í list- og verkgreinaálmunni á neðri hæð skólans og skoða bangsaverkefni nemenda í 4. bekk. Þau verða til sýnis á foreldraviðtalsdaginn.


Vekjum athygli foreldra á að skoða vel óskilafatnað sem hangir við hverja stofu og í miðrými skólans. Lyklar o.fl. smáhlutir eru hjá ritara. Sá fatnaður sem eftir verður  fer í safnkassa Rauða krossins. Ennfremur ítrekum við mikilvægi þess að merkja vel eigur barnanna.

Með samstarfskveðju
Stjórnendur Hofsstaðaskóla

Til baka
English
Hafðu samband