Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Örugg netnotkun

20.02.2009
Örugg netnotkun

Mánudaginn 2. mars býður foreldrafélag Hofsstaðaskóla foreldrum og/ eða forráðamönnum barna í skólanum að koma og hlusta á erindi um örugga netnotkun barna og unglinga. Það er Heimili og skóli og SAFT í samvinnu við Símann sem standa að fræðsluherferð um þessi mál og er markmiðið m.a. að benda á örugga og jákvæða notkun netsins.

Í erindinu er fjallað um netið sem upplýsingaveitu og tæki til samskipta og þær hættur sem þar kunna að leynast og mikilvægt er fyrir foreldra að þekkja.

Nú er tækifærið að koma og hlusta á þetta áhugaverða erindi, hitta aðra foreldra og rabba saman um kosti og galla netsins.

Nánar um fundinn

 

Hlökkum til að sjá ykkur

Foreldrafélag Hofsstaðaskóla

Til baka
English
Hafðu samband