Raddir barna
Helgina 28. febrúar til 1. mars verða börn og ungt fólk í brennidepli í dagskrá Rásar 1 en Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, mælist til þess að fjölmiðlar helgi 1. mars röddum barna og ungmenna.
Í tilefni af því taka nokkrir nemendur í 7. EP þátt í dagsskrárgerð undir stjórn Steinunnar Harðardóttur. Þær Hjördís og Hekla tóku viðtal við Einar Bjarnason um rekstur Bláfjallaskíðasvæðisins og Ísleif Friðriksson sem fer með ljóð fyrir gesti þar. Matthildur og Haukur ræddu við Hilmar Malmkvist í Náttúrustofu Kópavogs og spurðu hann margra góðra spurninga um vatn. Salka og Andrea heimsóttu hestaleiguna í Laxnesi og ræddu við Þórarinn um staðinn og hestaútgerðina. Þáttastjórnandinn Steinunn tók síðan viðtal við Jóhönnu um Austurríki.
Hér er hægt að lesa um fréttaþjálfun krakkanna