Himingeimurinn
Þessar dagana er 6. bekkur að læra um himingeiminn í samfélagsfræðigreinum. Stjörnuverið kom í skólann mánudaginn 2. mars og fengu nemendur að fara inn í uppblásna hvelfingu og skoða himingeiminn á lifandi og skemmtilegan hátt.
Nemendur í 6-LK fengu það verkefni í góða veðrinu að teikna sólkerfið í réttum stærðar- og fjarlægðarhlutfölllum í snjóinn á Stjörnuvellinum. Sólin var t.d. 11 metrar í þvermál á meðan jörðin var einungis 10 sm í þvermál. Fjarlægðin milli jarðarinnar og sólarinnar er raunverulega 150 milljón km. En á stjörnuvellinum var þessu breytt í 1,5 metra til þess að Plútó sem er sú reikistjarna sem er lengst frá sólinni eða 5916 millj./km. kæmist fyrir á vellinum en hún var í 59 metra fjarlægð frá sólinni á stjörnuvellinum. Nemendur höfðu bæði gagn og gaman af þessari tilbreytingu á skólastarfinu.