Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vorskóli

16.04.2009
Vorskóli

Þessa dagana eru verðandi 1. bekkingar í Hofsstaðaskóla að koma í vorskóla. Nemendur eru hluta úr skóladegi, taka þátt í kennslustundum, borða nesti og fara í frímínútur. Miðvikudaginn 15. apríl voru nemendur af Kirkjubóli og Barnaskóla Hjallastefnunnar í skólanum.
Allir nemendur sem eru innritaðir í 1. bekk í Hofsstaðaskóla eru velkomnir í vorskóla og við hvetjum foreldra sem eiga börn sem ekki eru á leikskólum Garðabæjar að hafa samband við Arnheiði Ösp deildarstjóra yngri deilda arnheidurhj@hofsstadaskoli.is  og fá upplýsingar um hvenær þau geta komið.

Til baka
English
Hafðu samband