Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Útikennsla

17.04.2009
Útikennsla

Það voru áhugasamir og glaðir nemendur í 6. bekk, sem nýttu góða veðrið í gær fimmtudaginn 16. apríl, þegar þeir fóru út í stærðfræðitímanum og notuðu umhverfið sem efnivið í margföldunarverkefni. Þeir áttu að reikna út hversu margar hellur þurfti til að helluleggja tröppurnar upp á Stjörnuvöllinn. Aðrir reiknuðu út hversu margir fermetrar gangstéttin við battavöllinn er og einnig hversu margir möskvar eru í girðingunni við völlinn.

Kíkja á fleiri myndir

Til baka
English
Hafðu samband