Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vímuvarnarhlaup

04.05.2009
VímuvarnarhlaupVimuvarnarhlaupið fer fram þann 6. maí. Vímuvarnarhlaupið er forvarnarverkefni sem Lionsklúbburinn Eik stendur árlega fyrir í 5. bekkjum grunnskóla Garðabæjar. Tilgangurinn er að vekja börnin til umhugsunar, gera þau meðvituð um ábyrgð á eigin lífi, velferð og hamingju.  Að hvetja þau til að þroska hæfileika sína og getu til að móta eigin lífsstíl og stefnu.  Að þau viti að það sé allt í lagi að segja NEI.  Benda þeim á mikilvægi þess að eiga áhugamál.  Til þess að undirstrika þetta höfum við fengið GÓÐAR fyrirmyndir sem ávarpa þau á undan hlaupinu.  Boðhlaup er auðvitað táknrænt í sjálfu sér – börnin taka við boðskap og hlaupa með hann til næsta barns sem tekur við keflinu o.s.frv.
Til baka
English
Hafðu samband