Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vímuvarnarhlaup

06.05.2009
Vímuvarnarhlaup

Árlegt vímuvarnarhlaup Lionsklúbbsins Eikar var haldið í Hofsstaðaskóla í blíðskapar veðri miðvikudaginn 6. maí. Allir nemendur skólans fylgdust með uppi á Stjörnuvelli.
Nemendur í 5. bekk fengu heimsókn frá sunddrottningunni Ragnheiði Ragnarsdóttur sem  ræddi við nemendur og vakti þá til umhugsunar um ábyrgð á eigin lífi, velferð og hamingju. Hún hvatti þá til að þroska hæfileika sína og getu til að móta eigin lífsstíl og stefnu. Að þeir viti að það sé allt í lagi að segja NEI og benti þeim á mikilvægi þess að eiga áhugamál. Boðhlaupið er síðan táknrænt – börnin taka við boðskap og hlaupa með hann til næsta barns sem tekur við keflinu o.s.frv.
Boðsveit úr þremur 5. bekkjum tók þátt í boðhlaupinu, en í hverri sveit voru þrír drengir og þrjár stúlkur auk eins varamanns af hverju kyni. Hörð og skemmtileg keppni fór fram á milli bekkja og þurfti að notast við myndbandsupptöku til að skera úr um sigurvegara. Sigurvegarar að þessu sinni voru nemendur í 5. ÓHG, þau: Logey, Garibaldí, Sigrún Júlía, Ingimar, Irma og Örn Sólon. Varamenn voru Bjartur og Petrína. Þau fengu öll verðlaunapening og bikar til varðveislu í eitt ár. Auk þess fengu allir þátttakendur viðurkenningarskjal frá Lionsklúbbnum Eik.

Lítið á myndir frá hlaupinu

Til baka
English
Hafðu samband