Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Regnboginn

14.05.2009
Regnboginn

Þá er komið formlegt nafn á tómstundaheimili Hofsstaðaskóla og heitir það nú Regnboginn. Undanfarnar vikur hefur staðið yfir mikið ferli í tómstundaheimilinu þar sem börnin fengu tækifæri til þess að koma með tillögur að nöfnum fyrir tómstundaheimilið. Því næst var farið yfir allar tillögurnar og eftir stóðu 11 nöfn sem börnin fengu svo að kjósa um.  Kosningarnar stóðu yfir í eina viku og þá var talið upp úr kössunum.  Þegar skólastjórnendur voru svo búnir að skoða niðurstöðurnar þá var nafnið sem vann tekið og unnið aðeins með það.  Sigurvegarinn var nefnilega Regnbogaland en þar sem það er svolítið langt var tekin sú ákvörðun að stytta það niður í Regnboginn.  Það sem er svolítið sniðugt við þetta nafn er að í anddyri Hofsstaðaskóla hangir stór regnbogi yfir leiðarljósum skólans sem eru  "Vinnusemi-virðing-viska-verkmennt-vellíðan"

Þar sem við erum nú búin að fá nafn eins og öll önnur tómstundaheimili í Garðabæ þá mun nafnið Regnboginn vera notað í stað þess að nota tómstundaheimili eða gæsla yfir starfsemi okkar.

Á myndasíðu tómstundaheimilisins má sjá myndir sem teknar voru við athöfnina okkar í gær.  Þar fengu börnin einnig að njóta óvæntra veitinga og voru allir mjög kátir með það.

Til baka
English
Hafðu samband