Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hjólað eða gengið í skólann

27.05.2009
Hjólað eða gengið í skólann

Verkefnið Hjólað eða  gengið í skólann – frábær árangur!
Dagana 6. – 26. maí tóku nemendur og starfsmenn Hofsstaðaskóla þátt í verkefninu Hjólað eða gengið í skólann. Þátttaka og áhugi nemenda var alveg frábær en að meðaltali komu 93% nemenda hjólandi eða gangandi í skólann þessa daga.  Starfsmenn stóðu sig einnig mjög vel en um það bil 75% þátttaka var í starfsmannahópnum.
Hver bekkur fyrir sig hélt utan um skráningu á samgönguháttum þessa daga. Mjótt var á munum enda áhuginn mikill en í ljós kom að 3. GP reyndist vera duglegasti bekkurinn á yngra stigi með 99% þátttöku og tveir bekkir á eldra stigi 6. BÓ og 7. EP voru með 100% þátttöku. Þessir bekkir munu fá afhenta viðurkenningu Gullskó sem verða merktir og geymdir í minjaskáp skólans.
Hofsstaðaskóli sem Grænfánaskóli er afar stoltur af þessari frábæru þátttöku!

Til hamingju með þetta!

Til baka
English
Hafðu samband