Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólastarf næsta vetur

28.05.2009

Skólastarf í Hofsstaðaskóla skólaárið 2009-2010 var til umræðu á 3. fundi skólaráðs mánudaginn 25. maí sl. Skóladagur nemenda í 1.-4. bekk verður frá kl. 8:30-14:00 og skóladagur nemenda í 5.-7. bekk verður frá kl. 8:30-14:20 að meðaltali. Foreldrar lýstu mikilli ánægju með hvað skólastjórnendum og skólaskrifstofu hafi tekist vel með skipulagningu þrátt fyrir að úthlutuðum kennslustundum hafi fækkað umtalsvert.

 

 

 

 

 

Skipulag skólastarfs

Skólahúsnæðið er opið frá kl. 7:30, en starfsmenn, aðrir en húsvörður mæta til starfa á tímabilinu 8:00-8:30.

Morgunstund
Stuðningsfulltrúar og skólaliðar verða með nemendum í 1. og 2. bekk í morgunstund í kennslustofum frá kl. 8:15-8:30. Húsvörður, skólaliðar og aðrir starfsmenn verða í anddyrum og fylgjast með nemendum í kennslustofum eftir því sem þurfa þykir.

Skóladagur nemenda
Skóladagur nemenda í 1. – 4. bekk er frá kl. 8:30-14:00 eða alls 32,5 kennslustundir viku. Vakin er athygli á því að skóladagur nemenda er jafnlangur og undanfarin ár.
Skóladagur nemenda í 5.-7. bekk er frá 8:30-14:20 að meðaltali eða 35 kennslustundir á viku. Vakin er athygli á því að skóladagur nemenda er jafnlangur og undanfarin ár.


Bekkjarkvöld
Hver umsjónarkennari er með eitt bekkjarkvöld/diskótek á hvorri önn, auk þorrablóts og árshátíðar í 6. og 7. bekk.

Matsalur
Kennarar í 1. bekk verða með nemendum sínum í matsal. Stefnt er að því að einn kennari verði með hverjum árgangi í matsal, ásamt skólaliðum, stuðningsfulltrúum og öðru starfsfólki eftir atvikum. Nemendur eru 20 mínútur í matsal daglega. Hópnum er að öllu jöfnu þrískipt.

Frímínútur
Frímínútur eru tvískiptar, 1.-4. bekkur annars vegar og 5.-7. bekkur hins vegar. Frímínútur eru 20 mínútur að morgni og 30 mínútur í hádegi. Kennarar og aðrir starfsmenn sinna frímínútnagæslu.

Til baka
English
Hafðu samband