Íþróttadagur
05.06.2009
Fimmtudaginn 4. júni var íþróttadagur hjá okkur í Hofsstaðaskóla. Þá fóru allir út starfsfólk og kennarar og tóku þátt í ýmsum leikjum, þrautum og keppni. Veðrið lék við okkur þannig að allir voru brúnir og sælir eftir daginn. Eftir alla útiveruna söfnuðust allir saman í íþróttahúsinu Mýrinni og þar fór fram keppni milli kennara og nemenda í kapphlaupi og kókosbolluáti. Þar sem í fyrstu leit út fyrir að kennarar hefðu borið sigur úr býtum. Kom hins vegar í ljós að þeir höfuð haft rangt við og sigurinn þvi dæmdur nemendum. Allir tóku svo smá ásadans áður en haldið var heim á leið með gleði í hjarta og bros á vör.
Hreinn og Ragga Dís sem sáu um allt skipulag íþróttadagsins voru mjög ánægð með daginn.
Kíkið á myndirnar á myndasíðu skólans