Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaslit

12.06.2009
Skólaslit

Miðvikudaginn 10. júní sl. voru skólaslit í Hofsstaðaskóla. Skólanum var þá slitið í 32. skipti við mikið fjölmenni. Skólakórinn söng á skólaslitunum og allir sungu saman undir stjórn Soffíu Fransisku Rafnsdóttur tónmenntakennara.

Starfsfólk Hofsstaðaskóla óskar nemendum, foreldrum/forráðamönnum og öðrum velunnurum skólans gleðilegs sumars – með þökk fyrir samstarfið í vetur.

Nú eru innritaðir 395 nemendur í skólann fyrir næsta skólaár. Skóladagatal næsta vetrar er á forsíðu vefsins okkar og einnig bendum við á atburðadagatalið sem einnig má nálgast af forsíðunni. 

Veitt voru verðlaun í nýsköpunarkeppni í 5. bekk, en þeir sem hlutu verðlaun að þessu sinni eru: Grétar Logi Mánason, Eldey Ósk Mánadóttir og Elísabet Ágústsdóttir. Það er gaman að segja frá því að Eldey Ósk og Grétar Logi eru tvíburar.

Ennfremur voru veitt verðlaun í lampasamkeppni, sem er valgrein í 6. bekk. Veitt voru fern verðlaun: Hönnuður skólans er Sara Líf Sigsteinsdóttir, en aðrir verðlaunahafar eru Helga Þöll Guðjónsdóttir, Kári Þór Arnarsson og Óskar Þór Þorsteinsson. Ikea og Marel veittu nemendum vegleg verðlaun - Ipod og myndavélar ásamt merktum Ikea lömpum.

Kiwanisfélagar veita líkt og undanfarin ár nemendum í 7. bekk viðurkenningu fyrir góðan árangur í íslensku. Þeir sem hljóta verðlaun í ár eru: Guðmundur Einar Hannesson, Harpa Guðrún Hreinsdóttir og Sólveig Erla Sigurðardóttir.

Í Hofsstaðaskóla er hefð fyrir því að veita verðlaun fyrir bestan samanlagðan námsárangur og umsagnir í hverjum 7. bekk. Að þessu sinni hljóta eftirtaldir nemendur þessi verðlaun: Unnur Andrea Ásgeirsdóttir 7. AMH, Harpa Guðrún Hreinsdóttir, 7. BV Marín Elvarsdóttir 7. EP

Í ár voru einnig veitt verðlaun fyrir góðar framfarir í textíl og smíðum í 7. bekk. Þau Halla Björk Vigfúsdóttir og Stefán Örn Þórarinsson.

Við skólafólk tölum stundum um að nemendur hafi mismunandi námstíla og ólík áhugasvið. Einn nemandi í 7. bekk hefur verið svo lánsamur að fá að rækta hæfileika sína hér í skólanum undir dyggri leiðsögn Elísabetar Benónýsdóttur kennsluráðgjafa í tölvum, en það er Jóhann Hinrik Jónsson. Jóhann hefur verið okkar aðaltæknimaður, upptökumaður og klippari, en Garðaskóli fær að njóta hæfileika hans næsta skólaár. Jóhann fær sérstaka tæknimannaviðurkenningu frá Nýherja.

Nemendur og kennarar í 7. bekk bjuggu til myndband til minningar um skólagöngu sína í Hofsstaðaskóla. Brynja Lísa Þórisdóttir kynnti myndbandið og sagði að það yrði gaman að skoða það aftur eftir 20 ár.

Kíkið á myndir af skólaslitunum á myndasíðunni

 


 

Til baka
English
Hafðu samband