Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Matur

14.09.2009
Garðabær samdi s.l. sumar við fyrirtækið Heitt og kalt um kaup á skólamálsverðum fyrir nemendur í grunnskólum Garðabæjar .
Fyrstu viku skólaársins var ég daglega í matsalnum allan matartímann (2 kennslustundir daglega) við að skammta, matinn og fylgjast með hvernig nemendum líkaði. Ég hef ennfremur smakkað matinn á hverjum degi og líkar mjög vel. Maturinn er góður, vel útilátinn og hráefnið er ferskt.
Samstarf skólans við Heitt og kalt hefur verið mjög gott.  Ábendingum um það sem betur má fara, s.s. að hafa lifrarpylsu með grjónagraut í stað rúgbrauðs með kæfu, val um tómatsósu með fiski og minna smjör á brauðið hafa verið teknar til greina.
Heitt og kalt fylgir manneldismarkmiðum Lýðheilsustöðvar eins og gert er ráð fyrir í samningi við bæinn og því er notkun t.d. á sykri og salti takmörkuð og fitu haldið í lágmarki.
Boðið hefur verið upp á soðið grænmeti, s.s. gulrætur, blómkál og baunir sem er nýjung sem börnin eru ánægð með. Grænmeti og ávextir eru alltaf í boði. Í Hofsstaðaskóla er litið á matartímana sem hluta af kennslu og uppeldi nemenda.  Því er brýnt fyrir þeim að þeir smakki  allan mat, fari eftir reglum í matsalnum og gangi vel um.
Með kærri kveðju
Margrét Harðardóttir skólastjóri
Til baka
English
Hafðu samband