Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gullviðurkenning

21.09.2009
GullviðurkenningLokahóf NKG fór fram laugardaginn 19. september í Grafarvogskirkju. Þar komu saman 44 hugmyndasmiðir úr 23 grunnskólum landsins, foreldrar, kennarar og aðrar velunnarar NKG. Berglind Rós Magnúsdóttir, ráðgjafi Menntamálaráðherra flutti hátíðarræðu og afhenti viðurkenningar til þriggja afkastamestu grunnskóla landsins í innsendum hugmyndum. Bronsviðurkenningu hlaut Brúarárskóli í Fljótsdalshéraði. Silfurviðurkenningu hlaut Þjórsárskóli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Gullviðurkenningu hlutum við hér í Hofsstaðaskóla og fáum því þann heiður að varðveita farandbikarinn í ár.
Til baka
English
Hafðu samband